Sléttuheimsókn í gærkvöldi

slettuheimsokn

slettuheimsoknÞað var fríður hópur fisvéla sem skutust yfir hraunið og heimsóttu Sléttumenn í gær í glæsilegu flugveðri og stórkostlegu útsýni.  Í ferðinni voru TF-108, TF-111,  TF-134, TF-150, TF-152, TF-159 og svo bættist TF-170 við hópinn frá Selfossi stuttu síðar.  Sléttumenn tóku vel á móti ferðalöngunum “að sunnan” og buðu eins og þeim er listin upp á nýlagað kaffi úr “húsinu á Sléttunni”.

Að lokinni heimsókn var stefnan tekin á Grindavík og þaðan flugu menn hver með sínu lagi yfir Reykjanesið, sumir um Kleifarvatn en aðrir með ströndinni og yfir Bláfjöllin.  Sléttumenn fylgdu okkur út úr svæðinu á TF-107 með viðhafnarsið og skildu við okkur við Þorbjörn.  Útsýnið var hið stórkostlegasta með tignarlegu sólarlagi og rólyndisveður alla leið, fram og til baka.

Myndir frá ferðinni má sjá hér fyrir neðan:

 

Einnig má sjá myndir frá Þóri (TF-170) hér.