Flugvöllur kominn á Hólmsheiði

holmsheidi

holmsheidiFréttastofa Stöðvar 2 sýndi í kvöld stutta frétt um aðstöðu Fisfélagsins á Reynisvatnsheiði.  Ágúst formaður var tekinn tali og sýndar voru myndir frá athafnarsvæði okkar að Grund sem og frá nýja flugvellinum á heiðinni.  Flogið var með myndatökumann stöðvarinnar og aðstæður sérlega góðar til loftmyndatöku.  Fréttin af visir.is fer hér á eftir sem og frétt Stöðvar 2 sem sýnd var í aðalfréttatíma kvöldsins.

 

Flugvöllur hefur verið tekinn í notkun á Hólmsheiði, á sama stað og margir sjá fyrir sér að innanlandsflugið verði í framtíðinni. Þangað til hafa fisflugmenn svæðið til umráða.

160 félagsmenn Fisfélags Reykjavíkur hafa verið með aðstöðu við rætur Úlfarsfells. Þar eru þeir með lítinn grasflugvöll og geyma fisin sín í bráðabirgðaskýlum. Mörg þessara tækja líta út eins og hefðbundnar flugvélar en falla undir skilgreininguna fis ef þau hafa færri en tvö sæti og eru undir ákveðinni þyngd.

En nú hefur byggðin þrengt það mikið að fisfluginu að borgin hefur úthlutað félaginu nýju svæði á Hólmsheiði til ársins 2025. Þar er búið að slétta mel og tyrfa og komnar tvær flugbrautir. Svo vill til að þetta er á sama stað og margir sjá fyrir sér framtíðarvöll innanlandsflugsins sem leysa muni af Vatnsmýrina.

Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, sér þó ekki fyrir sér að innanlandsflugið eigi eftir að flytjast þangað enda sé veðurfar þar mun óhagstæðara. Fisflug sé eingöngu stundað í góðu veðri og flugdögum fismanna muni fækka við flutninginn upp á Hólmsheiði.  Fréttin byrjar á ca. tímanum 17:20:

{wmvremote}http://media.visir.is/D3VefTvMedia/Stod2b/Frettir/2009_05/Frettir_1830_2009.05.18.WMV?Clip=d9bbbb15-5ef9-4371-ab42-3f285f40b13b?STARTTIME=17:21.933{/wmvremote}