1.maí mótið 2009

Hans_Blafjoll2

Hans_Blafjoll2Núna 1. maí hefst fyrsta mót sumarsins hjá svifdreka- og svifvængjaflugmönnum.  Mótið er með sama sniði og undanfarin ár og reglurnar frekar einfaldar.
Mótsdagar eru 1, 2  og  3  maí.
Fljúga má hvar sem er á landinu þessa daga.
Samanlögð stig 2 stigahæstu fluga gilda til úrslita.
Stigin eru gefin með sama hætti og fyrir yfirlandsreiðina og þarf að skrá öll flug í Loggbókina.
Tengill á loggbókina er á forsíðunni á vef félagsins www.fisflug.is

Ný regla í yfirlandsreiðinni segir að aðeins sé gilt eitt flug (besta) á hverjum flugstað.
Þessi regla á EKKI við í þessu móti. Flug í mótinu eru gild í yfirlandsreiðinni.
Meginmálið er að opið yfirlandsflug gefur 1 stig fyrir hvern kílómeter sem er floginn. Best að nota GPS en má nota vitni að flugtaki og lendingu.
Skilyrði fyrir þessi flug er notkun GPS og að trackloggur sé settur inn í loggbókina (við getum aðstoðað ef þarf).
Hægt er að fljúga fram og tilbaka gefur það hærri stig en beint yfirlandsflug.  Forritið í logbókinni reiknar hagstæðustu stigagjöf fyrir hvert flug og gilda þau stig í keppninni.

Það má auðvitað fara hvert á land sem er til að fljúga.

Minnum  á að Yfirlandsreiðin er komin í gang fyrir 2009 og endar hún 30.september 2009 .

Fyrir umræður um mótið má nota póstlistann svif@fisflug.is eða spjallið.

Munið að þetta er félagsmót svo aðeins gildir félagar (og skuldlausir) geta tekið þátt
Farið verður yfir flugin og niðurstöður mótsins á félagsfundi 7. maí.

Mótanefnd