Talstöðvarmál

19 jl esjusleddinn 002

19 jl esjusleddinn 002

Það er búið að vera smá umræða um talstöðvakaup. Flestum finnst þetta vera hið besta mál en svo kemur að kostnaðinum þá dregur úr áhuganum og svo deyr umræðan.  Næsta ár endurtekur umræðuhringurinn sig.  Þetta er jú, bara gangurinn á málunum og í hverri árs-umræðu fjölgar talstöðva eigendum.

Það hefur lengi verið mín skoðun að sem flestir ættu að vera með stöðvar sem hafa betri drægni en bensínstöðva-stöðvarnar.  Bensínstöðvastöðvarnar eru fínar í fjalli þar sem fólk er að tala saman í stuttri fjarlægð og ekkert liggur loftlínu á milli.  Þær henta ágætlega í kennslu o.þ.h.

Ég og Matti voru soldið að skrönglast um landið að reyna fljúga og þá fyrst notuðum við Copru stöðvar 433MHz sem eru fínar nema þegar fjarlægð á milli okkar var orðin ca 1,5-4 km með einhverju landslagi á milli þá versnaði sambandið. Eins ef annar hvor okkar lenti einhverstaðar á bakvið eða ofaní dalverpi, þá hvarf sambandið alveg.  Reyndar er betra að vera með litlu stöðvarnar frekar en enga, þær hafa marg oft sannað sig og jafnvel komið í veg fyrri óhöpp.  Þó alltaf sé erfitt að sanna að óhapp hafi orðið ef ekki hefði bla..bla.

Okkur fannst það versti ókosturinn að missa alveg samband eftir lendingu  Við vildum vita hvort alllt hefði farið vel í lendingu, sérstaklega ef vindur var sterkur, rigning yfirvofandi eða manni fannst hinn lenda ofmikið í hlé.  Við þessar aðstæður gat maður verið áhyggjufullur og hljóp til að ná samb. eða sjá hvort allt væri lagi.

Þess vegna fengum við okkur “alvöru” stöðvar sem reyndust svo bara vera ” 1/2 alvöru” því það var ekki hægt að tala inná Air-bandið.  Pælingin var að geta varað fugvélar við manni og þess háttar.

Seinna var útskýrt fyrir mér að það gengi ekki að “einhver” með amatör-talstöð gæti blaðrað inná samskiptarásir flugumferðarinnar (118 flugturn, 118,1 landið osfrv,)

En stöðvarnar sem við erum að nota hafa sannað sig svo ekki sé vafi á. Dæmi.

Við fórum loftið í Grímansfelli seint í sept. Það var að verða dimmt og átti bara að taka einn “sledda” níður að bíl. Aðstæður reyndust vera að norðanbylgja frá Esju og mjög óstöðugt loft (mikil termic) í bland. Afraksturinn var að við fórum bara upp. Matti gat snúið/beygt undar og flaug inní Helgadal en átt samt í vandræðum með að lækka fyrr en hann kom inní botn. Þá búinn að fljúg framhjá einum Fokker á leiðinni heim. Ég flaug inní Mosfellsdalinn en lækkaði ekkert fyrr en ég lendi í bylgjunni frá Esjunni og hrapa í mismiklum “klöppsum” og rótorum og vitleysu. Var kominn svo neðarleg að ég ætlaði að fara henda varafallhlifinni en það komst ég í stöðugt loft og lenti inní miðjum Helgadal. Við þessar fáránlegu aðstæður þá vissi hvorugur um hinn enda var skollið á myrkur.  Um leið og ég lenti fór ég í talstöðina sem var lítil Cobra,, og kallaði “Matti ertu lentur og lifandi” Svar “Já og alveg heill”

annað dæmi þar sem talstöðvar hefðu getað hjálpað,

Það var eitthvert síðdegið að margir voru komnir uppí Hafrafell og sumir voru í loftinu og virtust vera skemmta sér hið besta. Þegar ég kem sé ég að slatti að liði er að labba uppá netið (takeoff) Þórir lenti greinilega aðeins frá og kemur labbandi og segir mér að ég skuli ekki fara upp það er of óstöðugt. Það er “in my nature” að gera ekki eins og mér er sagt en ég hinkraði aðeins.  Svo sjáum við að sumir eru að reyna lækka með “bigears” og skrúfa sig niður og gera æfingar.  Seinna fengu enhverjir klöpps á vængina og bull.  Ég gat tekið leiðsögn og fór ekki í loftið.  Við aðstæður sem þessar hefðu talstöðvar hjálpað. Sem betur fór gerðist ekkert alvarlegt.

Í lokin eru ótal mörg dæmi þar sem talstöð hefði hjálpað við að ná betra flugi/um.  Eða eins og frægt er orðið þegar Þórir minnti mig á í talstöðina að ég væri á Íslandsmóti.   Ég var bara “Palli einn í heiminum” að dóla mér til baka að fara útí bíla eða eitthvað.

Ég hvet alla til að nota allar stöðvar sem til eru. það er hægt að stilla þetta allt saman.  Ég held að þegar við þorum að fara tala við hvort annað í loftinu þá náum við meiri árangri og við fljúgum af meira öryggi.

Bið ykkur afsökunar á les/ritblindunni, ég er búinn að fara mörgum sinnum yfir og leiðrétta en sumt sé ég bara ekki. þið vonandi fyrirgefið. (Ég tók ákv. um að láta lesblindu-minnimáttarkennda-kjaftæðið ekki þagga niður í mér.)

1. maí-keppniskveðja,

Bjössi Væringi