Hvalaskoðun á háskaslóðum

photo

photoFrídagsfimmtudaginn (21. maí) nýttu Styrmir (TF150) og Gylfi (TF140) til að heimsækja Sléttuna.  Upp kom umræða um hvalreka (hnúfubakur) við Sandgerði og sóttu félagarnir þá um heimild til Keflavíkurflugvallar um að fá að kíkja á gripinn úr lofti.  Heimildin var auðfengin, enda stjórnendur flugumferðar í Keflavík ljúfmenni og miklir mannþekkjarar (ályktun sem dregin var af samtölum við turninn:

TF140: “Takk fyrir”
Turn:
“Ekkert að þakka, við gerðum eiginlega ekkert fyrir ykkur”
TF140:
“Einmitt, sérstaklega takk fyrir það”
Turn: “Við treystum ykkur alveg”

Við lentum síðan við hræið, og bárum saman líkamsburði (sjá myndir). Þegar Gylfi stóð við hlið hvalsins sagði Styrmir upp úr þurru: “Gylfi, þú ert ekkert svo feitur”.

Við fengum síðan heimild til að fljuga beint yfir Keflavíkurflugvöll til Reykjavíkur og lentum á Grund um kl. 18.00

photo2photo3 photo4 photo5