Fis í efstu sætum í lendingarkeppninni í Mosó

lendingakeppni_tungubokkum_2005

lendingakeppni_tungubokkum_2005Fyrri hluti Silfur-Jodel-leningarkeppninnar var haldinn í kvöld kl. 19 að Tungubökkum.  20 keppendur voru skráðir til leiks og þar af 2 fisflugmenn.  Skemmst er frá því að segja að Frosti á TF-134 var í 2. sæti og Kristján á TF-155 varð í 3. sæti.  Úrslit þessi eru þó háð því að reglur keppninnar leyfi fisum að taka þátt og því er beðið úrskurðar dómara keppninnar áður en kampavínið verður opnað.  Móttökur Tungubakkamanna voru til stakrar fyrirmyndar.  Þökkum við fyrir þær.