Ágúst formaður smíðar Skyranger á viku

wag09_couverture

wag09_couvertureÁgúst Guðmundsson, formaður félagsins, fór í morgun á Heimsleika flugsins í Torino á Ítalíu þar sem hann mun freistast ásamt öðrum að smíða eitt stykki Skyranger flugvél á miðbæjartorgi Torino og fljúga vélinni í lok leikanna sem hefjast á morgun og standa í viku.  Á sama torgi verður einnig smíðuð Savannah flugvél sömu tegundar og TF-155.

Í samtali við “fréttaritara” fisflug.is í gærkvöldi var ekki laust við spenning en Ágúst hefur undirbúið verkefnið í þónokkurn tíma.  Aldrei hafa tvær fisflugvélar verið smíðaðar á svo skömmum tíma á svo opnu svæði líkt og nú fer fram.  Vélin er styrkt af þónokkrum aðilum og fyrirtækjum en líklegt má teljast að hún endi heima á Fróni, enda er Ágúst ekki vanur að skilja við hálfklárað verk.

Vefur leikanna er að finna á http://www.wag2009.com/eng/ en við vonumst auðvitað til þess að framtaksamir ítalir taki sig til og sendi myndir eða jafnvel beina útsendingu frá viðburðinum, enda ekki á hverjum degi sem svona á sér stað.  Ágúst fór auðvitað með vídeóvél meðferðis og lofar að leyfa okkur að sjá afraksturinn þegar hann snýr heim á leið.

Fréttir verða birtar af verkefninu eftir því sem þær berast.  Fisflugmenn óska Gústa og félögum auðvitað alls hins besta í Torino.