Oft er ekki pláss fyrir vit og haus í sama hjálmi

Mér dattí hug að deila með ykkur atviki sem henti mig hér um daginn og er mjög lýsandi fyrir hvernig ég tapa skynseminni. Tók uppúr loggbókinni það sem hafði skrifað. Það var mjög fínt veður 2-4 ms á jörðu. Árni og frú voru að gröndla á hólnum við enda brautarinnar við pokann. Ég tók af frá Úlfarsmel og flaug fram fyrir Hamrafell inn Reykjadal, yfir Reykjalund, uppí Reykjafell. Gerði nokkur aðflug á toppi en þorði ekki að lenda vegan því mér virtist vera svo blautt að það var hætta á að ég sykki í drulluna. Þaðan flaug ég yfir í Æsustaðafell inní Helgadal uppí Grímmannsfell. Þar var “lift” í gilinu sem er í miðjum dalnum sem gefur tilefni til að skoða betur i meiri hita. Flaug inní GPs-punkt sem ég merkti en gat ekki lent útaf vatnsaga og drullu sem var alls staðar um þessar mundir. Flaug næst yfir í Mosfell og snuðraði þar eftir “lifti” en það var dapurt. Þá næst í Helgafell og svo aftur inní Reykjadal inn með byggðinni og svo yfir Úlfarsfell. Þegar ég kom yfir var einhver að leika sér á hvítu kitfox-box Fisi og fannst mér hann fara stórum í stoll æfingum. Svo fór ég út í Úlfarsdalinn, OG ÞÁ… áður en ég fór inntil lendingar ákvað ég að fljúga yfir Leirtjörninni rétt yfir vatnsfletinum og gekk svona helv. vel svo ég fór aðra fer og þá ákv. að renna mér fótskriðu/sjóskíðum á Leirtjörn. Þetta gekk vel og var skrambi gaman, enda góð æfing að halda nákvæmri hæð. Það voru einhverjir mótorhjóla strákar í flæðarmálinu að drullumalla og núna ætlaði ég að sýna þeim hvaða græja er skemmtilegust…..EN… svo auðvitað missti ég propinn í vatnsyfirborðið og hann splundraðist í sundur en eins og við vitum er vatn hart eliment.  Ég datt/brotlenti í vatninu standandi, afar mjúkt. Það fyrsta sem mér dattí hug, var að ég var heppinn að mér datt þetta ekki hug yfir Hafravatni, það hvarlaði ekki að mér eitt augnablik að svona gæti farið. Leirtjörn er sem betru ekki djúp en náði samt uppí mitti þar sem dýst var. Ég var svo yfir mig hrifin af eigin heimsku að ég var skelli hlæjandi útí miðju vatni og liðið sem horfið á hefur örugglega hugsað sitt. Svo svammlaði ég í land en glæderinn fullan af -drullu vatni. Núna er ég búinn að læra að EKKI herma eftir Jésú, hann hefur greinilega verið með einhverja aðra tækni og því miklu færari í þessu en ég.

 

Flig  ht statistics
Date                 2009-04-16
Start/finish         19:13:04 - 20:45:28
Duration             1 : 32 : 24
Max./min. height     525 / -19 m
Max. mean/top speed  44 km/h / 70 km/h
Max/min climb rate   1.62 / -1.71 m/s over 60s
Total distance       44.41 km

Vegalengd (km)

26.7 km