Fréttir af WAG (World Air Games) í Torino

ahugasamir_smidir_a_fyrsta_degi

ahugasamir_smidir_a_fyrsta_degiEins og áður hefur komið fram er Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélagsins, staddur á Heimsleikunum í flugi í Torino á Ítalíu þar sem hann og hópur ungmenna vinna að smíði Skyranger fisflugvélar á “Austurvelli” Torínóborgar.  Ágúst fer fyrir hópnum ásamt Mario Pozzini en þeir sinna einna helst hlutverki leiðbeinenda yfir byggingarhópnum.  Í hópnum er að finna fólk frá Íslandi, Þýskalandi, Austurríki, Tékklandi, Ítalíu og Nepal.  Ekki aðeins er um fjölbreytta þjóðernisflóru að ræða heldur er ítalski aðilinn einni bundinn hjólastól.

Rétt er að benda lesendum á að hægt er að finna heimasíðu leikanna á þessari vefslóð.

upphafid_ror_i_kassaHópurinn hittist fyrst í gær á byggingarstað og hófu rakleiðis að skipuleggja bygginguna.  Fyrst voru umbúðir fjarlægðar af íhlutum vélarinnar og þvínæst var hafist handa við smíðar.  Vel gekk þennan fyrsta dag m.v. að hópurinn hafi aðeins hist einu sinni áður.

Það leið ekki á löngu þar til skrokkurinn leit dagsins ljós með undirvagninum klárum og “frame”ið í heild sinni nokkuð formað, stjórnklefinn, hjól og afturhluti.  Þótt ekki væri kominn dúkur á bolinn, mátti sjá hvert stefndi og a.m.k. ljóst hvaða tegund af flugvél væri verið að smíða.

Opnunarhatid_fallhlifastokk_a_torgi

Þennan dag var opnunarhátíðin haldin og á myndinni hér til hliðar má t.a.m. sjá nokkra af 30 fallhlífarstökkmönnum þeim sem komu svífandi niður á torgið sem smíðin fer fram á.  Þá sýni fálkatemjari listir “sínar”.  Þar mætti fjöldi gesta auk allra keppenda og þátttakenda WAG (leikanna).  Þar voru einnig á ferðinni kóngur Ítalíu og fleiri heiðursgestir.  Í samtali við Ágúst kom fram að hann hafði hitt marga af helstu forystumönnum flugíþróttarinnar, s.s. Pierre Portman, forseta FAI og Max Bishop, framkvæmdastjóra sömu samtaka.   Þess ber að geta að Ágúst er varaformaður Flugmálafélags Íslands.

smidir_med_VIP_FAIAð lokinni athöfninni komu margir mætir menn í heimsókn í byggingarskálann, þ.m.t. forseti flugmálafélags Ítalíu, formaður WAG, fyrirmenn FAI, og margir fleiri. Segja má að þetta sé markverður áfangi í íslenskri flugsögu en þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramóti (category 1) hjá Alþjóða Flugmálafélaginu (FAI).

Við fylgjumst áfram með framvindu mála hjá Gústa og færum ykkur tíðindi af leikunum og ekki síst smíðinni á Skyrangernum eftir því sem skeyti berast.