Fréttir af WAG (dagur 2)

eftir_dag_2
eftir_dag_2Annar dagur í Torínó byrjaði klukkan 9 (í gær) þar sem haldið var áfram við bygginguna á Skyranger flugvélinni.  Í lok dags fengu Ágúst og hópur hans “loftskrúfuna” (propeller) en mótorinn er enn ókominn sem veldur nokkrum áhyggjum.  Komi hann ekki í tæka tíð getur verkefnið tafist verulega þar sem margir af helstu byggingarþáttum vélarinnar gera ráð fyrir að mótorinn sé kominn í og tengdur.  Verkefnið gengur þó vonum framar þegar þessi orð eru rituð og framgangurinn mjög ásættanlegur fyrir tveggja daga verk.  Vélin er þegar komin með stélfletina áfasta, tengda og klædda og búið er að klæða búk, setja vængina á vélina og klæða.  Heimasmíðin er því langt komin á þessum viðburðaríku tveimur dögum í Torino.  Sem fyrr verða birtar fréttir af verkinu jafnóðum og þær berast.