Tíminn líður í Torino eins og annarsstaðar og nú er staðan að búið er að setja bremsur á vélina, festa dúkinn á skrokkinn og strekkja. Einnig hafa allir stýrifletir verið settir á og tengdir. Því má segja að vélin sé orðin svifhæf, hef mótorleysi aftrar enn flughæfi. Þannig er mál með vexti að tafir á afhendingu mótorsins valda því að verkinu gæti seinkað og þrátt fyrir góðan gang er ekki mikill tími aflögu.
Skv. Ágústi var reynt að hafa upp á mótornum allan daginn á undan en í lok dags náðist í umboðsaðila mótorframleiðandans á Spáni en svo virðist sem hann hafi ekki verið sendur af stað. Hann hefur lofað að hann verði kominn til Torino kl. 9 eða kl. 13 í það síðasta á morgun (í dag þegar þessi orð eru rituð). Því má vænta að mótorinn verði settur í strax á morgun. Þetta verður því líkara spennusögu með hverjum deginum og við höldum áfram að fylgjast með og senda inn myndir.
Verið að tengja stýrifleti…