Íslandsmóti svifdreka og svifvængja frestað

agpg

agpgÍslandsmót svifdreka og svifvængja var á dagskránni næstu helgi, 20-21 júní.  Veðurspáin er að aðeins verði hægt að fljúga fyrripart laugardags en þá komi rok og rigning.  Mótanefnd (Hans, Árni Gunn, Ágúst) hafa því ákveðið að fresta Íslandsmótinu og fella það við Pottinn 8-9 ágúst, eins og gert var síðasta sumar.  Íslandsmót Svifvængja og Svifdreka verða því 8-9 ágúst.