Bóklegt námskeið til fisflugs

stadsetningnamskeids

stadsetningnamskeidsBóklegt vélfisnámskeið hefst miðvikudagskvöldið 24. júní 2009, kl. 20:00.  Námskeiðið verður haldið í húsnæði Tölvumiðlunar ehf að Faxafeni 10. Reiknað er með kennslu miðvikudags og fimmtudagskvöld í þessari viku og mánudag til miðvikudags í næstu viku.  Frekari tímasetningar verða ræddar með nemendum fyrsta kvöldið.  Athugið að námskeiðið er hluti af skyldunámi til skírteinis fisflugmanns.

Námskeiðsgjaldið er 20.000 kr og námskeiðsgögn innifalin.  Námskeiðið er opið öllum félögum í Fisfélagi Reykjavíkur.

Kennarar eru Hálfdán Ingólfsson og Ágúst Guðmundsson.

Meðfylgjandi kort sýnir hvar námskeiðið verður haldið.