Íslandsmeistaramót í flugrallý og lendingarkeppni

Fyrirhugað er að halda Íslandsmeistaramót í flugrallý og lendingarkeppni þann 5. september á Selfossflugvelli. Í fyrra kepptu 2 fis og náðu ágætis árangri.  Flugrallý reynir mikið á skipulagningu flugs og að halda áætlun og er þarna um bráðskemmtilegt verkefni að ræða til að kljást við fyrir okkur fisflugmenn.  Takið daginn frá, og er sunnudagurinn 6. september til vara.