Fréttir frá framkvæmdanefnd

Framkvæmanefnd Hólmsheiðarflugvallar hélt upprifjunarfund 5. ágúst síðastliðinn.  Nefndin setti sér það markmið að koma upp einu skýli á svæðinu í haust. Það þýðir að farið verður í jarðvegsframkvæmdir um leið og Skipulagsstofnun gefur grænt ljós…


Eftirtalið var rætt:

  • Lauslega var farið yfir útistandandi tilboð í ný skýli.
  • Nokkur ónotuð skýli standa eða liggja víðsvegar á landinu.  Farið verður í að skoða hvort þau séu til sölu.
  • Leita þarf tilboða í flutning á forsteyptum undirstöðum undir skýlin, sem félagið getur fengið gefins.
  • Leita þarf tilboða í jarðvegsvinnu (ýta jarðvegi ofan af byggingasvæðinu og útbúa malarpúða undir skýlin).

Staðan á ýmsum málum:

  • Búið er að auglýsa aðal- og deiliskipulagið fyrir Hólmsheiðina
  • Athugasemdir við skipulagið eru komnar
  • Rvk. borg er að útbúa svör til þeirra sem sendu inn athugasemdir
  • Athugasemdir og svör frá Reykjavíkurborg verða væntanlega teknar fyrir á fundi 12. ágúst.
  • Lokastimpill frá Skipulagsstofnun gæti komið 12. sept. ef allt gengur upp á eðlilegum hraða.