Flugvélar 2009 komin út

Kapa09_256

Kapa09_256Enn og aftur sér Baldur Sveinsson flugvélaljósmyndari og gúru okkur flugfólki fyrir jólagjöfinni í ár, en nú fyrir skemmstu kom út nýjasta bók kappans, Flugvélar 2009.  Bókin er sú þriðja sem hann gefur út en árið 2007 gaf hann út bókina „Flugvélar á og yfir Íslandi“ og árið 2008 kom svo bókin „Flugvélar 2008“.  Bókin er að þessu sinni 122 blaðsíður með um 160 flugmyndum og spannar yfir það helsta sem gerðist á flugárinu 2009 auk þess sem þar ku að finna einhverjar myndir af fisum.  Þessi bók er því skyldueign líkt og þær fyrri.  Baldur mun kynna bókina á morgun, 3. desember, kl. 20:00 í félagsheimili FKM að Tungubökkum og eru allir áhugasamir velkomnir.  Hægt er að verða sér út um eintak í verslunum Eymundsson, í ákveðnum Bónus verslunum og flestum öðrum bókaverslunum auk þess sem það er líka hægt að versla “beint af bónda” með því að senda póst á baldur@verslo.is eða hringja í síma 896-8878.