Fisvél til sölu

fistilsolu

fistilsolu

Hann er líflegur markaðurinn þessa dagana með fis en nú síðast bættist þar við ein af myndarlegri vélum fisflotans en það er Jora flugvél Hans á Sléttunni.  Vélin sú er pólsk, plasttrefja og timburbyggð og afar rennileg að sjá.  Vélin er með Rotax 582 tvígengismótor.  Hún ber skráninguna TF-161.  Hans auglýsir hana í Fréttablaðinu í dag í meðfylgjandi auglýsingu.  Eins og sést þar er hægt að hafa samband við Hans á hans@internet.is

Nýlega var einnig auglýst ný Skyranger flugvél sem er í eigu Gústa formanns.  Það sem gerir þá vél spennandi er að hún var smíðuð í Torino á Ítalíu af formanninum sjálfum og röskum hópi sjálfboðaliða og það á aðeins einni viku.  Fylgst var með byggingu vélarinnar hér á vefnum í sumar.  Vélin er SpeedWing útgáfa (eins og TF-150), er blá og hvít að lit og er búin hefðbundnum tækjum auk Rotax 582 mótors.  Áhugasömum er bent á að hafa samband við ag@teigar.net.