Vélfisfundur var haldinn 27.05.2010

Sælir félagar!
Vélfisfundur var haldinn í gærkvöldi 27.05.2010.  Á fundinum var farið yfir nokkur atvik sem flugmenn eiga að huga að fyrir flug sumarsins. Mikil áhersla var lögð á að flugmenn gættu fyllsta öryggis við allt flug í sumar.

Ágúst benti á að tvær flugsýningar eru í boði.  Önnur um þarnæstu helgi og hin þann 17. júní.

Félagsmenn voru minntir á:
– Félagsgjöld og tryggingar.
– Flug og skráningu vélfisa.
– Hvað þarf til þess að flugskírteini félagsmanna
séu gild.