Á ferð og flugi

Það er alltaf eitthvað um það að félagsmenn fari erlendis til að stunda sportið, ekki síst yfir vetrarmánuðina. Margir lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum og snúa heim uppfullir af nýjum fróðleik og flugreynslu.  Að auki eru einhverjir sem hafa verið duglegir að skoða náttúru Íslands úr lofti og líklegt að fjölgi enn í þeim hópi nú í sumar.
Af þessu tilefni höfum við ákveðið að setja upp nýjan greinaflokk hér á heimasíðunni þar sem félagsmönnum gefst tækifæri til að deila með okkur hinum ferðasögum sínum, öðrum til fróðleiks og skemmtunar.
Við hvetjum þá sem hafa verið “Á ferð og flugi” í vetur að senda okkur ferðasögu sína á netfangið fisfelagsvidburdir@gmail.com ekki væri verra ef einhverjar myndir fylgja með eða slóð á síðu þar sem þær er að finna. Þau sem eru að leggja í’ann á næstunni mega gjarnan hafa þetta í huga og senda okkur sína sögu þegar heim er komið.

Einhver verður að vera fyrstur og hér má finna nýjasta kaflann í ferðasögu Anítu og Ásu, The Flying Effect. Þær stöllur stefna að því að fljúga um hálendi Íslands í júlí og eru allir velkomnir að fljúga með þeim.