Á ferð og flugi – Californication 2011

Ég er búinn að vera viðloðandi þetta sport síðan 2007 tók þá byrjenda námskeið í Mexikó en aldrei komist almennilega á flug og lent í allskonar óhöppum og fann að ég var orðinn óöruggur í að halda áfram í þessu sporti, það var því bara um tvennt að velja, selja nýju fínu græjurnar mínar eða skrá mig á annað námskeið og fá almennilega kennslu þar sem ég væri líka öruggur um að geta loggað mikið af flugtímum og útskrifast með viðurkennt skírteini.
 
 
San Diego varð fyrir valinu en þar fann ég tvo góða paragliding skóla; Torrey Pines Gliderport og San Diego Paragliding og sendi e-mail á báða, þeir hjá Torrey svöruðu aldrei en Roy Zaleski hjá San Diego Paragliding svaraði og bauð mig velkominn.
 
Sara samþykkti að við skyldum halda uppá okkar 30 ára brúðkaupsafmæli í San Diego og ég mátti fara tveimur vikum út á undan henni.
Frábært ég hafði 4 vikur í San Diego svo þó að einhverjir dagar töpuðust vegna veðurs og “Söru stjani” þá ætti ég að hafa nægan tíma til að klára gott námskeið almennilega,
ég hafði nefnilega lent í vandræðum með þetta í Mexikó á sínum tíma.
 
Fyrir mörgum árum hittum við Sara rosalega góðan “Time Share” sölumann í Orlando og höfum átt “Time Share” viku í Orlando síðan þá, sem hentaði mjög vel núna og við gátum notað hana á tveimur flottum hótelum á San Diego svæðinu og fyrir fyrstu tvær vikurnar mínar fann ég þessa frábæru lausn “Escape Campervans” ( http://www.escapecampervans.com/ ) Van sem er útbúinn til þess að sofa í, bílaleigu bíll og mótel herbergi allt í sama pakkanum fyrir 50 dollara á dag – “Tær snilld” –
Matti vinur minn hoppaði um borð með engum fyrirvara, önnur “Tær snilld” þá var ég ekki lengur einn á ókunnum slóðum á skrítnum bíl.
 
Þeir hjá Escape Campervans tjáðu okkur að ef ekki stæði skilti sem bannaði okkur að parkera yfir nóttina þá máttum við það, hvar sem var og við þyrftum ekki að eyða peningum í að leigja okkur pláss í “RV görðum” – að vísu ekki alveg rétt og við flest bílastæði sem okkur leist vel á að parkera yfir nóttina var skilti sem bannaði alla bíla á milli 2 og 4 en fyrir algera heppni í kolniðamyrkri römbuðum við á bílastæði með ekkert slíkt skilti við íþróttavöll í útjaðri borgarinnar niður við sjó og meira að segja salernis aðstöðu opna allan sólarhringinn og fyrstu vikuna gistum við oftast þar en stundum lögðum við bara í næstu götu ef við fundum góðan stað með gott tré í skugga 🙂
Seinna fundum við svo helvíti góðan “RV garð” þar sem við gátum leigt lítið pláss fyrir 25 dollara nóttina og höfðum aðgang að salerni, sundlaug og heitum potti, algjör paradís: http://www.youtube.com/user/gussbjartur?feature=mhum#p/u/6/ONAZcIkopTU
 
Torrey Pines er þjóðgarður við klettaströnd Kalíforníu og paragliding í suður Kalíforníu er frægt vegna Torrey Pines, þangað fóru Wright bræður í árdögum flugsins til þess að æfa sig í svifflugi þar er ríkjandi vestan átt  sem gefur þægilegt svifflug yfir kletta ströndinni flesta daga ársins og ef manni fapast flugið þá er auðvelt að lenda í sandfjörunni fyrir neðan á meðal alsbera fólksins því þar er ein af fáum nektarströndum Bandaríkjana.
Oft er mikil umferð við Torry, tugir svifvængja deila þar oft plássi með svifdrekum og fjarstírðum svifflugum og þess vegna er krafist þess að allir PG flugmenn séu með P-3 skírteini og ef ekki þá í talstöðvarsambandi við kennara allan tíman og borga 200 dollara fyrir daginn.
 
Roy Zaleski hjá San Diego Paragliding hafði verið yfirkennari á Torry en hætt þar í fússi þegar nýir eigendur tóku við, Roy er frábær kennari og mjög annt um öryggi sinna nemanda en vantar sárlega góða aðstöðu til að kenna sínum nemendum, svipaða og þeir hafa á Torrey.
Roy og Matti áttu ekki skap saman, Matti þessi reynslubolti var heldur ekki að leita eftir sömu kennslu og ég og því taldi Roy að best væri fyrir Matta að fara til Torrey Pines og leika sér þar og reyndist þetta alveg brilliant hugmynd.
 
Torrey gengið tók okkur afskaplega vel og vegna reynslu sinnar var Matti metinn sem P-3 flugmaður og þurfti ekkert að borga fyrir að fljúga þarna og eigandanum þótti miður að e-mailið mitt hafði farið forgörðum og hann ekki svarað mér og ég þess vegna lent hjá Roy hans erkióvini og bauð mér því að fljúga þarna frítt en vera ávalt í talstöðvasambandi við Max strákinn sinn og tippa hann í lokin.
 
Þetta gat bara ekki orðið betra; Matti var heppinn að hafa eyru annars hefði brosið náð í hring og ég fékk notið leiðsagnar hans Roys á hinum ýmsu flugstöðum suður Kalíforníu og þegar ekki viðraði til “fjalla flugs” fór ég að leika mér við Torrey Pines. “BRILLIANT”
 
Þið getið séð myndasögu úr ferðinni hér: http://www.flickr.com/photos/gussbjartur/sets/72157626370754567/ 
 
 
Svo langar mig að koma með tillögu að fjölmennari ferð að ári en hún er svona.
 
23. mars, flogið til Seattle og þaðan til LA , tekinn á leigu húsbíll eða campervanar eða hvortveggja fer eftir fjölda þáttakennda.
24. mars, ekið til Marshall ( http://www.paraglidingearth.com/pgearth/index.php?site=6627 )  fyrir ofan LA dvalið þar við flug og æfingar í ca. 3 daga
      síðan ekið til San Diego og dvalið þar til 30. mars
31. mars ekið til Salt Lake City og Miklagljúfur skoðað í leiðinni.
1. til 6. apríl, dvalið í Utah við SIV æfingar hjá Chris Santacroce ( http://www.superflychris.com/learn-to-fly.php )að morgni og flug við
    “The Point of the Mountain” ( http://www.paraglidingearth.com/pgearth/index.php?site=7009 ) eða annarsstaðar í eftirmiðsdaginn.
7. apríl bíl /num /unum skilað annaðhvort í Salt Lake eða Las Vegas og síðan flogið aftur til Seatle og svo áfram til Íslands.
8. apríl Komið aftur til Íslands tilbúin að takast á við PG ævintýri sumarsins.
 
Áætlaður kostnaður:
Flug: KEF- Seattle-LA og Salt Lake eða Las Vegas – Seattle -KEF : 110.000kr.
Húsbíll / Van, 30 dollarar á dag í 14 daga = 420$ = 50.000kr
SIV námskeið hjá Chris (100$ per tog) ; 500$ = 60.000kr. 
Ýmislegt matur og fl. ca. 50.000kr.
 
Samtals kostnaður með 5 SIV flugum: 270.000kr.
 
Ath þetta er bara hugmynd af ferð og allar dagsetningar bara til viðmiðunnar.
Áhugasamir vinsamlegast sýnið áhuga.
Kv. Gussi