Bókleg vélfisnámskeið að hefjast

Bóklegt vélfisnámskeið hefst laugardaginn 28. Maí 2011 kl. 9.00
Námskeiðið verður haldið í Laugardalshöllinni í Laugardal (engin smá aðsókn að þessum námskeiðum).
Gengið er inn um F-Inngang sem er bakvið höllina milli gömlu og nýju Laugardalshallanna.
Kennslan verður í stofu á annarri hæð.

Námskeiðsgjaldið er 20.000kr og námskeiðsgögn innifalin.

Námskeiðið er opið öllum félögum í Fisfélagi Reykjavíkur.
Kennarar eru Hálfdán Ingólfsson og Ágúst Guðmundsson

Skráningar sendist í tölvupósti til Ágústar  (ag@teigar.net) með
skráningarupplýsingum: Nafn, kennitala, sími, tölvupóstur (flugreynsla).
Þeir sem vilja ræða námskeiðið geta hringt í Ágúst sími: 897 9882

Einkaflugmenn sem hafa yfir 100 flugtíma, sem ætla að fá skírteini fisflugmannsþurfa að taka verklegt stöðupróf og bóklegt í reglum.
Bóklegt reglunámskeið fyrir Einkaflugmenn með 100 tíma eða meira fyrir skírteini fisflugmanns
Verður þriðjudaginn 31. maí 2011 kl. 20.00 að Grund.