Vélfisfundur fimmtudag 26. maí kl. 20.00 að Grund.

Fundur verður næsta fimmtudagskvöld 26. Maí  (H-dagurinn) kl. 20.00 að Grund.
Við undirbúum okkur undir flug sumarsins og ræðum m.a. :
– Framkvæmdir á Hólmsheiðarbletti 2
– Flug og eldgos
– Flugóhöpp og atvik sem rétt er að rifja upp í byrjun flugsumars
– Óskemmtilega samferðamenn sem eru með talstöðvarmál í ólagi
– Hópferð fisa 6-8 júlí
– Helluhátíð Flugmálafélagsins 8-10 júlí
– Annað skemmtilegt
Mæli með að flugmenn kíki á gildi skírteina sinna núna strax.
Skírteini fisflugmanns gildir í 5 ár og margir hafa uppgötvað það seint.
Heilbrigðisvottorð þarf að vera í gildi.
Gildistíminn kemur fram á skírteinunum.