Grjóthreinsum flugbrautanna á Grund

Sælir allir flugfélagar!
 Nú er vertíðin að byrja.  Ég legg til að við hittumst uppi á Grund næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00 og hreinsum grjót af flugbrautunum.  Brautirnar eru þaktar smá steinum á stærð við molasykur.  Þessir steinar eiga það til að sjúgast upp í proppana og skemma þá.
Takið með ykkur strákúst, hrífu, skóflu og hjólbörur, þ.e.a.s. þeir sem eiga þær.  Síðan ætla ég að valta brautina. 
Við skulum endilega koma þessu í lag með því að fórna part úr kvöldi í þetta verk.  Því fleiri sem við erum því fljótari verðum við.
 kv Lási
S-8408282
haffihar@simnet.is