The flying Viking

Íslendingur er að ná stórkostlegum árangri á alþjóðlegri keppni í Svifvængjaflugi.
Frábærar fréttir berast af súper árangri Hans Kristján Guðmundsson “Víkingurinn fljúgandi/The flying Viking” á alþjóðlegu svifvængjamóti.
Hann er keppandi á Paragliding World Cup, Heimsbikarmóti í svifvængjaflugi í Kólombíu (Roldanillo). Þetta mót er svokallað SuperFinal sem er lokamótið í keppnisröðinni þar sem þeir bestu í mótaröðinni keppa um sigurinn í mótaröð ársins.
Á þessu móti eru því bestu svifvængjaflugmenn heims, margir þeirra hafa verið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar og jafnvel bæði. Þetta er firnasterkt mót og mikill árangur hjá Hans að tryggja sér keppnisrétt í lokaumferðinni.
Hinn stórkostlegi árangur náðist á keppnisdegi 5 að Hans kom fyrstur í mark af 120 keppendum. Hann var tæpum 5 mínútum á undan næsta keppanda, en að jafnaði skilja aðeins nokkrar sekúndur að fremstu keppendurnar sem koma í mark.
Keppnisþrautin var 81km og því mikið flug til að komast í mark á svifvæng (án mótors), en aðeins 23 komust í mark á þessum keppnisdegi í stað 80-100 sem er algengast.
Þetta var því afar erfiður keppnisdagur og okkar maður burstaði alla súperstjórnuflugmennina.
Til skýringar þá má líkja þessu við keppnisdag á stórmóti í golfi þar sem Hans nær besta skori dagsins, langtum betra en næstu keppendur.

Til hamingju Hans Kristján Guðmundsson

Hér er smá viðtal við meistarann:
https://www.youtube.com/watch?v=t24FYddJuXQ
Hér er stutt umfjöllun í virtasta tímariti svifvængjaflugs XCMagazine
https://www.facebook.com/xcmag/posts/10155249484299103
Úrslitasíða fyrir hvern keppnisdag og heildaryfirlit er á
http://pwca.org/results/results/
Enn og aftur til hamingju með met árangur enn eina ferðina í svifvængjaflugi Íslendinga.