Author Archives: admin-agnar

Skýjum ofar 2

Í nýjasta þætti Skýjum Ofar var rætt við Árna Gunnars og Ebba um fisflug.  Þáttastjórnandi fór hjálmlaus í flug með Ebba í 9° frosti og dæmi nú hver fyrir sig skynsemina í því útspili.  Þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN kl. 22 á mánudagskvöldum en hægt er að horfa á umræddan þátt hér fyrir neðan.

Flugvellir

Flugvöllur GPS hnit Hæð (fet) Tíðni Gæsavötn 64° 46′ 41”N 017° 32′ 29”W 3000 – Hraukahjalli 64° 48′ 20”N 015° 52′ 57”W 1950 – Nautagil 65° 01′ 19”N 016° 34′ 42”W 2300 – Dimmugljúfur 64° 57′ 45”N 015° 45′ 31”W 1850 – Rauðaflúð 64° 53′ 35”N 015° 51′ 00”W 1650 – Sauðármelur 64° 50′ 36”N […]

Vefmyndavélar

Úlfarsfell úr fjarska Selfoss vestur Selfoss austur Selfoss norður Hellisheiði vestur Hellisheiði austur Reykjanesbraut vestur Reykjanesbraut austur Vestmannaeyjar Akureyri Stykkishólmur Húsafell  Holtavörðuheiði norður Holtavörðuheiði suður Blönduós Múlakot Úlfljótsvatn Ólafsvík Ásbyrgi Vopnafjörður

Vélfisfundur 19. mars kl. 20.00

Vélfisfundur verður fimmtudagskvöldið 19. mars kl. 20.00 Á fundinum verður farið yfir og gengið frá nýjum bensínklúbbi. Þar eru breytt fyrirkomulag á greiðslum auk lækkun kostnaðar við rekstur klúbbsins. Eftir sem áður er bensínklúbburinn ábyrgur fyrir öllum fjármálum vegna bensínafgreiðslu, sjóði Fisfélagsins að kostnaðarlausu.

Orrustuþota nánast straukst við fis

Það virðist nánast kraftaverk að ekki varð stórslys þegar Tornado-orrustuþota Konunglega breska flughersins þaut fram hjá svokölluðu fisi, eins konar vélknúnum svifdreka, í aðeins tíu metra fjarlægð. Flugmaður þotunnar var svo nærri hinum að hann rétt sá glitta í hjálm hans við hlið sér. Atvikið varð yfir Suður-Wales í september í fyrra og hefur Flugmálastjórn […]

Stefnt að 60 m. kr. sparnaði Flugstoða

Stefnt er að 60 milljóna króna sparnaði í rekstri flugvalla landsins á þessu ári. Framlag ríkisins til framkvæmda og rekstrar flugvalla landsins og flugleiðsöguþjónustu þeim tengdum hefur verið skorið mikið niður. Dregið verður úr þjónustu á mörgum flugvöllum en áhersla lögð á kjarnastarfsemina þ.e. áætlunarflug og sjúkra- og neyðarflug.

Hagrætt í rekstri flugvalla

Margt bendir til að aðstaða flugmanna versni til muna m.v. tíðindi dagsins en Flugstoðir draga nú hressilega úr þjónustu við flugvelli víða um land.  Það verður þó að segjast að þetta snerti fisflugmenn lítið þar sem þjónustan er aðallega varðandi mokstur og hálkueyðingu sem og opnunartíma turna utan hefðbundins flugtíma í birtu auk þess sem […]