Hafragrauturinn 2011

Hafragrauturinn 2011  verður núna um helgina! Fylgist með hér, á fésbókinni og á skyldunni til að vita hvor dagurinn verður fyrir valinu.Hafragrautsnefndin óskar eftir 2-3 sálfboðaliðum til að sinna dómarastörfum. Tilvalið t.d. fyrir maka. Endilega látið mig vita ef þið um einhverja sem eru til í að taka þetta að sér.F.h. nefndarinnar,HuldaB

By |2011-05-31T17:27:39+00:00May 31st, 2011|Fréttir|0 Comments

Bókleg vélfisnámskeið að hefjast

Bóklegt vélfisnámskeið hefst laugardaginn 28. Maí 2011 kl. 9.00 Námskeiðið verður haldið í Laugardalshöllinni í Laugardal (engin smá aðsókn að þessum námskeiðum). Gengið er inn um F-Inngang sem er bakvið höllina milli gömlu og nýju Laugardalshallanna. Kennslan verður í stofu á annarri hæð. Námskeiðsgjaldið er 20.000kr og námskeiðsgögn innifalin. Námskeiðið er opið öllum félögum í [...]

By |2011-05-25T21:06:48+00:00May 25th, 2011|Uncategorized|0 Comments

Vélfisfundur fimmtudag 26. maí kl. 20.00 að Grund.

Fundur verður næsta fimmtudagskvöld 26. Maí  (H-dagurinn) kl. 20.00 að Grund.Við undirbúum okkur undir flug sumarsins og ræðum m.a. :- Framkvæmdir á Hólmsheiðarbletti 2- Flug og eldgos- Flugóhöpp og atvik sem rétt er að rifja upp í byrjun flugsumars- Óskemmtilega samferðamenn sem eru með talstöðvarmál í ólagi- Hópferð fisa 6-8 júlí- Helluhátíð Flugmálafélagsins 8-10 júlí- [...]

By |2011-05-24T22:19:52+00:00May 24th, 2011|Uncategorized|0 Comments

Vorverkin í Hafrafelli – nýjustu fréttir

Þá hefur netið á toppi Hafrafells verið stækkað um nokkur hundruð fermetra. Enn er eftir að stækka netið á neðra svæðinu og færa net sem er uppá Úlfarsfelli. Stefnum að því að klára þetta um helgina og mun nánari tímasetning verða tilkynnt þegar nær dregur. Fylgist með!

By |2011-05-18T09:40:36+00:00May 18th, 2011|Fréttir|0 Comments

Byrjendanámskeið í svifvængjaflugi að hefjast

Senn líður að því að byrjendanámskeið í svifvængjaflugi hefjist á vegum Fisfélags Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast hér. Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig er bent að að setja sig í samband við Róbert Bragason í síma 898 7771 eða robert.bragason@gmail.comGleðilegt flugsumar!

By |2011-05-16T14:11:53+00:00May 16th, 2011|Tilkynningar|0 Comments

Vorverkin í Hafrafelli

Nú er unnið að því að bæta aðstöðuna í Hafrafelli, m.a. að þökuleggja upp á topp, grjóthreinsa og laga net. Það var hress hópur sem mætti þangað fyrr í dag, en örvæntið ekki þið sem misstuð af þessu! Til stendur að halda verkinu áfram á þriðjudags eða miðvikudagskvöld. Fylgist með á fésbókinni eða á ParaSkyldunni.

By |2011-05-08T14:33:59+00:00May 8th, 2011|Fréttir|0 Comments