Monthly Archives: júní 2009

Hafragrauturinn hitnar

hafragrauturinn_fra_Dr_Kingo

Hafragrauturinn margfrægi nálgast óðum og fyrir þá sem enn eru blautir bak við eyru og undir pung, er hér um að ræða einskonar furðufataflugkeppni fisflugmanna.  Undanfarin ár hafa heppnast með ágætum og engin ástæða til að ætla annars en að stemningin verði ennþá meiri þetta árið, enda margir nýliðar bæst í raðir félagsmanna undanfarin ár.  […]

Góður gestur á Grund

KAF_a_grund_1

Það eru ekki bara fis sem venja komur sínar á Grund og það var ekki slæmur gestur sem heimsótti okkur á fimmtudagskvöldið síðasta, en þar var á ferðinni Einar Dagbjartsson, atvinnuflugmaður og Þytsmeðlimur á einni flugvéla klúbbsins, TF-KAF.  KAF er af tegundinni Cessna 170, árgerð 1952.  Þrátt fyrir háan aldur (vélarinnar) tókst flugmanni hennar auðveldlega […]

Ágúst formaður smíðar Skyranger á viku

wag09_couverture

Ágúst Guðmundsson, formaður félagsins, fór í morgun á Heimsleika flugsins í Torino á Ítalíu þar sem hann mun freistast ásamt öðrum að smíða eitt stykki Skyranger flugvél á miðbæjartorgi Torino og fljúga vélinni í lok leikanna sem hefjast á morgun og standa í viku.  Á sama torgi verður einnig smíðuð Savannah flugvél sömu tegundar og […]

Flugdagur á Flúðum 13. júní

fludir_kps

Laugardaginn 13. júní ætla flugmennirnir og FKM félagarnir Maggnús Víkingur og Georg Ottósson að standa fyrir flugdegi á Flúðum. Er þetta í þriðja sinn sem þeir félagar standa fyrir slíkri uppákomu.  Öllum flugvélum og auðvitað flugmönnum er boðið að kíkja við, en að vanda er hátíðin glæsileg og skemmtileg fjölskylduskemmtun.

Flugdagur á Flúðum 13. júní

fludir_kps

Laugardaginn 13. júní ætla flugmennirnir og FKM félagarnir Maggnús Víkingur og Georg Ottósson að standa fyrir flugdegi á Flúðum. Er þetta í þriðja sinn sem þeir félagar standa fyrir slíkri uppákomu.  Öllum flugvélum og auðvitað flugmönnum er boðið að kíkja við, en að vanda er hátíðin glæsileg og skemmtileg fjölskylduskemmtun.

Lendingarkeppni í Mosó í kvöld

lendingakeppni_tungubokkum_2005

Fyrri hluti Silfur-Jódel lendingakeppninnar verður haldinn í kvöld að Tungubakkavelli í Mosfellsbæ.  Öllum flugmönnum er heimil þátttaka þannig að nú er verk fyrir færa vélfismenn að taka þátt og láta ljós sitt skína.  Fréttatilkynning frá Flugklúbbi Mosfellsbæjar fylgir hér fyrir neðan, en nánar má einnig lesa um keppnina og klúbbinn á vef klúbbsins, www.fkm.is.

Fisvænir Hellishólar í Fljótshlíð

hellisholar1

Undirritaður eyddi helginni ásamt fjölskyldu og ekki síst fisfélaga Þóri Tryggvasyni og hans fólki á ansi skemmtilegum stað í Fljótshlíð, en þetta svæði er að Hellishólum og gefur tilefni til stuttrar ferðasögu.  Flugmönnum er Fljótshlíðin að góðu kunnug, ekki síst fyrir hinn ágæta og margrómaða flugvöll í Múlakoti en þar er haldin flughátíð hverja verslunarmannahelgi […]