Author Archives: admin-agnar

Íslandsmótið í Svifdreka og paraglæderflugi

hafragrauturinn_fra_Dr_Kingo

Þá er loksins komið að árlegu Íslandsmóti í Svifdreka og paraglæderflugi, sem verðu haldið í Húsafelli næstu helgi. Veðurspáin er frábær,..norðan lítill vindur og sól fyrir sunnudaginn, en laugardagurinn sennilega ekki eins góður, en vel flugfær.  Það er alltaf brenna og tilheyrandi á laugardagskvöldinu og mikið fjör, öll aðstaða til fyrirmyndar, sundlaug og golfvöllur. Fjölmennum […]

Flugkoma í Múlakoti um verslunarmannahelgina

Flugkoma FÍE verður á sínum stað í Múlakoti um Verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár, auglýsing með dagskrá verður birt fljótlega á vef Flugfrétta www.flugfrettir.is þar sem heimasíða FÍE er í endurnýjun. Allir hópar sem koma að fluginu á einn eða annan hátt eru hjartanlega velkomnir á svæðið og gildir einu hvort er vélflug, listflug, þyrluflug, […]

Félagsfundur 1.7 kl. 20:00 að Grund – Allir velkomnir

Hæ hó öll, Minni á félagsfund að Grund fimmtudagskvöldið 1.7.2010. kl. 20:00. Væntanlegt efni fundarins verður: Farið verður yfir óhapp/slys erlends ferðamanns sem varð í Skagafirði fyrir norðan á sunnudag. Hugsanlega farið eitthvað í slysaskýrslur almennt, nánari upplýsingar verða á fundinum. Væntanlega eitthvað rætt um hið frestaða HafraGrauts-mót sem átti að vera um síðustu helgi […]

Hafragrautnum verður 4. júlí

Hafragrauturinn, svifvængjakeppni í Hafrafelli við Hafravatn. VERÐUR 4. júlí Í þessum töluðu orðum stendur samsuða Hafragrautsins 2010 sem hæst. Fyrir þá sem ekki þekkja til er um að ræða punktalendigarkeppni svifvængjaflugmanna í grímubúningum. Í ár leggjum við sérstaka áherslu á frumlega búninga og telja þeir nánast fleiri stig en lendingarnar og viljum við hvetja flugmenn […]

Fönix Sportflugskeppnin 2010

Alþjóðlegar reglur Keppnisreglur og leiðbeiningar Úrslit frá 16 júni 2010 Myndir Kæru félagar, við höfum ákveðið að ríða á vaðið með keppni fisa nú í sumar. Um er að ræða tvær lendingakeppnir, pokakastkeppnir og söfnun lendingastaða sem stendur yfir í allt sumar. Keppnin hefur fengið hið virðulega nafn “Fönix Sportflugskeppnin 2010”. Lendinga- og pokakastkeppni: Tvær […]

Vélfisfundur var haldinn 27.05.2010

Sælir félagar!Vélfisfundur var haldinn í gærkvöldi 27.05.2010.  Á fundinum var farið yfir nokkur atvik sem flugmenn eiga að huga að fyrir flug sumarsins. Mikil áhersla var lögð á að flugmenn gættu fyllsta öryggis við allt flug í sumar. Ágúst benti á að tvær flugsýningar eru í boði.  Önnur um þarnæstu helgi og hin þann 17. […]

Vélfisfundur 27.05.2010

Sælir vélfisfélagar Fundur verður fimmtudagskvöldið 27. maí (H-dagurinn) kl. 20.00 að Grund.Við undirbúum flugsumarið með því að:– Ræða nýleg flugatvik félagsmanna– Rifja upp ýmis mál sem gott er að hafa í huga til að tryggja öryggi okkar allra í sumar– Ræða flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli 5. júní– Önnur mál og almennt spjall Stjórnin