Author Archives: admin-agnar

Byrjendanámskeið í svifvængjaflugi að hefjast

Senn líður að því að byrjendanámskeið í svifvængjaflugi hefjist á vegum Fisfélags Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast hér. Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig er bent að að setja sig í samband við Róbert Bragason í síma 898 7771 eða robert.bragason@gmail.com Gleðilegt flugsumar!

Vorverkin í Hafrafelli

Nú er unnið að því að bæta aðstöðuna í Hafrafelli, m.a. að þökuleggja upp á topp, grjóthreinsa og laga net. Það var hress hópur sem mætti þangað fyrr í dag, en örvæntið ekki þið sem misstuð af þessu! Til stendur að halda verkinu áfram á þriðjudags eða miðvikudagskvöld. Fylgist með á fésbókinni eða á ParaSkyldunni.

1. maí mótið fyrsta mót sumarsins – first competition of the year

Það er komið að hinu árlega 1. maí móti Fisfélagsins. Oft eru lengstu flug ársins flogin á þessu móti, jafnvel þó veður sé ekki spennandi.   Reglurnar eru einfaldar. Mótsdagarnir eru 30. apríl og 1. maí (laugardagur og sunnudagur). Það má fljúga svifvæng eða svifdreka án vélarafls hvar sem er á Íslandi mótsdagana. Það má […]

Á ferð og flugi

Það er alltaf eitthvað um það að félagsmenn fari erlendis til að stunda sportið, ekki síst yfir vetrarmánuðina. Margir lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum og snúa heim uppfullir af nýjum fróðleik og flugreynslu.  Að auki eru einhverjir sem hafa verið duglegir að skoða náttúru Íslands úr lofti og líklegt að fjölgi enn í þeim hópi […]