Vélfisfundur var haldinn 27.05.2010

Sælir félagar!Vélfisfundur var haldinn í gærkvöldi 27.05.2010.  Á fundinum var farið yfir nokkur atvik sem flugmenn eiga að huga að fyrir flug sumarsins. Mikil áhersla var lögð á að flugmenn gættu fyllsta öryggis við allt flug í sumar. Ágúst benti á að tvær flugsýningar eru í boði.  Önnur um þarnæstu helgi og hin þann 17. [...]

By |2010-05-28T13:08:44+00:00May 28th, 2010|Uncategorized|0 Comments

Vélfisfundur 27.05.2010

Sælir vélfisfélagarFundur verður fimmtudagskvöldið 27. maí (H-dagurinn) kl. 20.00 að Grund.Við undirbúum flugsumarið með því að:- Ræða nýleg flugatvik félagsmanna- Rifja upp ýmis mál sem gott er að hafa í huga til að tryggja öryggi okkar allra í sumar- Ræða flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli 5. júní- Önnur mál og almennt spjallStjórnin

By |2010-05-26T22:20:19+00:00May 26th, 2010|Tilkynningar|0 Comments

Búið er að valta flugbrautirnar á Grund.

Búið er að valta flugbrautirnar á Grund.Brautir voru breikkaðar og sléttaðir. Öryggiskantar valtaðir meðfram brautum þar sem því  við var komið.  Eins var austur endi lengdur um ca 40 M upp á hólinn og sama með norður enda ca.15 M.  Nú er grundin eins örugg og hún getur verið. Einnig lagaði ég og strengdi borða [...]

By |2010-05-22T17:44:18+00:00May 22nd, 2010|Fréttir|0 Comments

Grjóthreinsun lokið á Grund

Grjóthreinsun flugbrauarinnar á Grund lokið þetta vorið. Mæting var nokkuð góð eða átta félagsmenn og þar af 2 nýliðar. Að öðru leiti var þetta svona sami vinnuflokkurinn og vanalega. Brautin kemur þokkalega góð undan vetri, en samt búið að skemma hana með akstri bíla. Verstu bílasárin eru á norður suður braut. Valtað verður með sama hætti [...]

By |2010-05-14T09:22:58+00:00May 14th, 2010|Uncategorized|0 Comments

32 flugtímar – video

Sælir félagar, Hér er linkur á strák í Oshkosh sem útbjó rúmlega 32 myndskeið sem sýna þegar hann var að læra umdir einkaflugmannspróf.  Hægra megin á síðunni sem linkurinn vísar á má finna myndskeið frá fyrsta flugtímanum til þess tíma þegar hann tekur fyrsta farþegann með í flugtúr. http://www.eaa.org/apps/blog/learntofly/48/Default.aspx Með kveðju, Siggi

By |2010-05-13T22:08:44+00:00May 13th, 2010|Uncategorized|0 Comments

Grjóthreinsum flugbrautanna á Grund

Sælir allir flugfélagar! Nú er vertíðin að byrja.  Ég legg til að við hittumst uppi á Grund næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00 og hreinsum grjót af flugbrautunum.  Brautirnar eru þaktar smá steinum á stærð við molasykur.  Þessir steinar eiga það til að sjúgast upp í proppana og skemma þá.Takið með ykkur strákúst, hrífu, skóflu og hjólbörur, þ.e.a.s. [...]

By |2010-05-12T15:23:09+00:00May 12th, 2010|Uncategorized|0 Comments

Minni á fund í kvöld að Grund kl. 20:00

Minni á fund í kvöld að Grund kl. 20:00.Efni fundarins : - Farið yfir track-logga 1.maí mótsins, - Hverning er best að komast frá hlíðinni ( sem hangið er í ) til að hefja XC-flug, - Hverning er best að halda honum uppi..... ( þ.e. vængnum ! - óvíst að farið verði nánar yfir annað [...]

By |2010-05-06T10:11:46+00:00May 6th, 2010|Tilkynningar|0 Comments