Author Archives: admin-agnar

Vertíðarslútt 2011

Árshátíð Fisfélagsins verður haldin með pompi og prakt laugardagskvöldið 8.okt. í Glersalnum í Kópavogi. Húsið opnar kl. 19:30. Hátíðarkvöldverður. Verðlaunaafhendingar. Djamm og tjútt. Leyfilegt að koma með eigin drykki en einnig verður bar á staðnum. Verð kr. 5.000,- (5.500,- m.korti), greitt við innganginn. Tilkynnið komu á vidburdir@fisflug.is https://www.facebook.com/event.php?eid=160810124005763 Kveðja,Nefndin    

Svif Fundur fimmtudagskvöldið 1.sept. kl. 20.00

Fundur með áherslu á svifvængi verður fimmtudagskvöldið kl. 20.00 að Grund. Ýmislegt verður rætt. –          Yfirlandsreiðin 2011, spennandi eins og alltaf o   Staðan í dag (30 dagar til stefnu) o    Reglurnar, er ástæða til að endurskoða fyrir næsta ár –          Hugmyndir um utanlandsferðir í vetur o   Erlend mót o   XC námskeið í Ástralíu o   SIV […]

Íslandsmót svifvængja og svifdreka, frestað til 6.ágúst

Mótanefnd hefur ákveðið að fella niður mánudag og þriðjudag  á þessu Íslandsmóti svifdreka og svifvængja. EN það þýðir að við getum notað varadagana (6-7 ágúst). Nýjar reglur FAI/CIVL leyfa að skráðir séu varadagar fyrir mót. Það er sérstaklega ætlað fyrir óviss veður eins og sýnir sig hér á Íslandi þessa dagana. Glöggir félagar sem kíktu […]

Íslandsmót svifvængja og svifdreka

Veðurspáin gerir ráð fyrir hvössum  vind og rigningu um helgina og mánudaginn um mest allt land. Það hefur því verið ákveðið að aflýsa svifvængjakeppni á laugardag og sunnudag. Um helgina verður ákveðið hvort fresta eigi mótinu alveg.   Svifdrekar eru að skoða að fara í Skagafjörðinn, ekki ákveðið endanlega.   Mótanefndin —————— Íslandsmót svifvængja og […]

Vélfisfundur verður fimmtudagskvöldið kl. 20.00 að Grund

Við fáum góðan gest Wolfgang Lintl til að spjalla við okkur. Wolfgang byrjaði sem svifdrekaflugmaður og fór síðan að fljúga véldrekum. Hann og kona hans eru bæði flugmenn og hafa flogið og keppt mikið. Nýjasta flugtækið hans er gírókopti Helstu efni sem við gætum rætt eru: Flug á vélfisum í þýskalandi og um evrópu. Wolfgang […]

Hafragrauturinn 2011 – úrslit

Galvalskir svifvængjaflugmenn láta ekki að sér hæða. „Smá“ rigning fyrripart dags sló okkur ekki út af laginu og mætti fjöldi manna á Hafragrautinn í dag. Yfir 20 þáttakendur voru í lendingarkeppninni og að venju var marga skemmtilega búninga að sjá. Ég treysti ég því að þeir sem tóku myndir deili þeim með okkur hinum.  Ég […]

Bókleg vélfisnámskeið að hefjast

Bóklegt vélfisnámskeið hefst laugardaginn 28. Maí 2011 kl. 9.00 Námskeiðið verður haldið í Laugardalshöllinni í Laugardal (engin smá aðsókn að þessum námskeiðum). Gengið er inn um F-Inngang sem er bakvið höllina milli gömlu og nýju Laugardalshallanna. Kennslan verður í stofu á annarri hæð. Námskeiðsgjaldið er 20.000kr og námskeiðsgögn innifalin. Námskeiðið er opið öllum félögum í […]

Vélfisfundur fimmtudag 26. maí kl. 20.00 að Grund.

Fundur verður næsta fimmtudagskvöld 26. Maí  (H-dagurinn) kl. 20.00 að Grund.Við undirbúum okkur undir flug sumarsins og ræðum m.a. :– Framkvæmdir á Hólmsheiðarbletti 2– Flug og eldgos– Flugóhöpp og atvik sem rétt er að rifja upp í byrjun flugsumars– Óskemmtilega samferðamenn sem eru með talstöðvarmál í ólagi– Hópferð fisa 6-8 júlí– Helluhátíð Flugmálafélagsins 8-10 júlí– […]