Category Archives: Fréttir

Fisvél til sölu

fistilsolu

Hann er líflegur markaðurinn þessa dagana með fis en nú síðast bættist þar við ein af myndarlegri vélum fisflotans en það er Jora flugvél Hans á Sléttunni.  Vélin sú er pólsk, plasttrefja og timburbyggð og afar rennileg að sjá.  Vélin er með Rotax 582 tvígengismótor.  Hún ber skráninguna TF-161.  Hans auglýsir hana í Fréttablaðinu í […]

Flug á Íslandi í 90 ár

visir_030919

Í dag 3. september er 90 ára afmæli flugs á Íslandi.  Það var 3. september 1919 sem fyrsta flug var flogið á Íslandi, í Vatnsmýrinni í Reykjavík,  Alveg frá upphafi hefur Vatnsmýrin verið vagga flugsins og fóstrað þróun og eflingu flugsins. Fréttir í dagblöðum lýsa tilfinningum fólks á þessum tíma með ljóðrænum hætti þegar það […]

Íslandsmeistaramót í flugrallý og lendingarkeppni

Fyrirhugað er að halda Íslandsmeistaramót í flugrallý og lendingarkeppni þann 5. september á Selfossflugvelli. Í fyrra kepptu 2 fis og náðu ágætis árangri.  Flugrallý reynir mikið á skipulagningu flugs og að halda áætlun og er þarna um bráðskemmtilegt verkefni að ræða til að kljást við fyrir okkur fisflugmenn.  Takið daginn frá, og er sunnudagurinn 6. […]

Fréttir af WAG (dagur 5 og 6)

Eldveggur_i_smidum

Fréttir hafa borist með reglulegu millibili frá Gústa á Veraldarleikum flugsins í Torínó.  Nú fer að nálgast prófanir á vélinni og því mikilvægt að allt gangi samkvæmt áætlun.  Svo virðist þó ekki ætla að vera raunin og lífið í Torínó hætt að vera dans á rósum (leyfir greinarhöfundur sér að velta því fyrir sér hvort […]

Fréttir af WAG (dagur 4)

motor_kominn_ur_kassanum-1

Byggingarhópur Skyranger vélarinnar í Torínó mætti að venju um kl. 10 á aðaltorgið til að halda áfram smíðum.  Um kl. 11 kom bílstjóri, nokkuð hróðugur með kassa frá Spáni sem innihélt Rotax 582 mótorinn.  Landfræðileg staðsetning Toríno gerði það að verkum að sendingin var ekki lengi á leiðinni en mikil eftirvænting var eftir mótornum, enda […]

Fréttir af WAG (dagur 3)

allt_tengt_fyrsta_prufuflugid

Tíminn líður í Torino eins og annarsstaðar og nú er staðan að búið er að setja bremsur á vélina, festa dúkinn á skrokkinn og strekkja.  Einnig hafa allir stýrifletir verið settir á og tengdir.  Því má segja að vélin sé orðin svifhæf, hef mótorleysi aftrar enn flughæfi.  Þannig er mál með vexti að tafir á […]

Fréttir af WAG (dagur 2)

eftir_dag_2

Annar dagur í Torínó byrjaði klukkan 9 (í gær) þar sem haldið var áfram við bygginguna á Skyranger flugvélinni.  Í lok dags fengu Ágúst og hópur hans “loftskrúfuna” (propeller) en mótorinn er enn ókominn sem veldur nokkrum áhyggjum.  Komi hann ekki í tæka tíð getur verkefnið tafist verulega þar sem margir af helstu byggingarþáttum vélarinnar […]

Fréttir af WAG (World Air Games) í Torino

ahugasamir_smidir_a_fyrsta_degi

Eins og áður hefur komið fram er Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélagsins, staddur á Heimsleikunum í flugi í Torino á Ítalíu þar sem hann og hópur ungmenna vinna að smíði Skyranger fisflugvélar á “Austurvelli” Torínóborgar.  Ágúst fer fyrir hópnum ásamt Mario Pozzini en þeir sinna einna helst hlutverki leiðbeinenda yfir byggingarhópnum.  Í hópnum er að finna […]

Góður gestur á Grund

KAF_a_grund_1

Það eru ekki bara fis sem venja komur sínar á Grund og það var ekki slæmur gestur sem heimsótti okkur á fimmtudagskvöldið síðasta, en þar var á ferðinni Einar Dagbjartsson, atvinnuflugmaður og Þytsmeðlimur á einni flugvéla klúbbsins, TF-KAF.  KAF er af tegundinni Cessna 170, árgerð 1952.  Þrátt fyrir háan aldur (vélarinnar) tókst flugmanni hennar auðveldlega […]