Category Archives: Fréttir

Ágúst formaður smíðar Skyranger á viku

wag09_couverture

Ágúst Guðmundsson, formaður félagsins, fór í morgun á Heimsleika flugsins í Torino á Ítalíu þar sem hann mun freistast ásamt öðrum að smíða eitt stykki Skyranger flugvél á miðbæjartorgi Torino og fljúga vélinni í lok leikanna sem hefjast á morgun og standa í viku.  Á sama torgi verður einnig smíðuð Savannah flugvél sömu tegundar og […]

Nauðlending fisvélar næst “í beinni”

skyrangerlendiraakri

Þeim brá töluvert þessum tveimur flugmönnum á Sun & Fun flughátíðinni á sunnudaginn síðasta þegar þeir flugu frá Winter Haven til Lakeland á Skyranger fisvél og misstu mótor á miðri leið yfir bæinn.  Hinn 22ja ára Kyle Davis virtist halda ró sinni furðuvel þrátt fyrir nokkur vel valin blótsyrði á leiðinni niður.  Sjaldgæft er að […]

Skýjum ofar 6

logo_skyjum_ofar_400

Hér gefur að líta nýjasta þátt “Skýjum ofar”, en í þessum 6. og síðasta þætti (að sinni) fóru þáttastjórnendur m.a. í flugferð með Fokker F-27 flugvél Landhelgisgæslunnar sem senn fer að ljúka þjónustu.  Í þættinum er einnig að finna ítarlega úttekt á Cirrus, og óvæntu kappflugi þeirrar vélar auk þess sem að litið er inn […]

Rúntur í rokinu fyrir austan fjall…

dd56f4bf-9b1a-4657-8a9b-424ee6c79401_ms

Þórir Tryggvason (TF-170) og Ragnar Eldon fóru í dágóðan flugtúr á Kitfox vél Ragnars, TF-163, nú fyrr í dag.  Á vefsíðu Þóris segir m.a.: “Þrátt fyrir sól og blíðu, þá var vindurinn á meiri ferðinni í dag. Þrátt fyrir það, þá fór ég í fínan flugtúr með Ragnari á TF-163.  Fórum um undirlendið og lentum […]

Nýtt deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið á Selfossi

svskipulagselfossi

Sveitarfélagið Árborg hefur nú auglýst gildistöku á nýju deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið. Svæðið fyrir flugskýli og flugstöð er samtals tæpir 5 hektarar og gert ráð fyrir 6 nýjum byggingarreitum á svæðinu sem hver um sig getur rúmað allt að 6 skýli, eftir því hvað menn vilja byggja stórt. Samkvæmt skipulaginu verður flugstöðin á sínum stað en […]

AERO Friedrichshafen í fullum gangi

aerofriedrichshafen1

AERO Friedrichshafen sýningin stendur nú yfir í Þýskalandi þegar þessi orð eru rituð.  Sýningin hófst formlega í gær, 2. apríl, og stendur fram yfir helgina.  Þar gefur að líta fjöldan allan af flugvélum, vélfisum, mótordrekum, og nánast öllu því sem flogið getur um loftin blá.  Þónokkrir Fisfélagar hafa heimsótt sýninguna og sumir hverjir notað hana […]

Þriðji þáttur af “Skýjum ofar”

logo_skyjum_ofar_400

Þriðji þáttur af “Skýjum ofar” var sýndur í kvöld og mátti þar sjá skemmtilega umfjöllun um heimasmíð hjá Ingó listflugmanni (betur þekktur af TOY-inu) og einnig af betrumbótavinnu Guðna flugkappa úr Mosó.  Einnig var farið í flugferð með reynsluboltanum Einari Dagbjartssyni þar sem hann lenti í Grindavík, á flugmódelvelli Þyts og auðvitað á Sléttunni og […]