Category Archives: Tilkynningar

Félagsfundur 25. febrúar

Sælir félagar og annað áhugafólk um fisflug Ég boða til fundar í félaginu annað kvöld, 25. febrúar 2010 kl. 20:00 að Grund við Úlfarsfell Dagskrá: Stutt bíómynd Kynning á GPS/GSM staðsetningarbúnaði – Nokkrar útfærslur (Ágúst) Kynning á GPS/GSM staðsetningarbúnaði – SPOT o.fl. (Frosti) Staða framkvæmdamála á Hólmsheiðinni (Sigurjón / Siggi) Almenn skemmtiatriði í boði þátttakenda, […]

Múlakotshátíðin um helgina

Jæja, þá er komið að hinni árlegu flughátíð í Múlakoti en hátíðin er flugfólki vel kunn og hægt að stóla á eitthvað fyrir alla flugáhugamenn þetta árið sem þau fyrri.  Hinar ýmsar uppákomur verða um helgina s.s. TM lendingarkeppnin, flugvélar til sýnis, ljósmyndaflug og leiktæki fyrir börnin. Tjaldstæðið verður frítt. Hægt verður að grilla á svæðinu fyrir þá sem vilja […]

Bóklegt námskeið til fisflugs

stadsetningnamskeids

Bóklegt vélfisnámskeið hefst miðvikudagskvöldið 24. júní 2009, kl. 20:00.  Námskeiðið verður haldið í húsnæði Tölvumiðlunar ehf að Faxafeni 10. Reiknað er með kennslu miðvikudags og fimmtudagskvöld í þessari viku og mánudag til miðvikudags í næstu viku.  Frekari tímasetningar verða ræddar með nemendum fyrsta kvöldið.  Athugið að námskeiðið er hluti af skyldunámi til skírteinis fisflugmanns.

Flughátíð á Hellu

flughatid

Flughátíð Flugmálafélags Íslands verður haldið á Hellu helgina 10.-12. júli nk.  Þessi árlega hátíð hefur iðulega verið vel sótt og vinsæl fjölskylduskemmtun meðal flugmanna hverskonar.  Allir áhugamenn flugsporta eru velkomnir.  Ódýr skemmtun fyrir alla fjölskylduna, grillveisla, flugdrekar fyrir börnin, varðeldur, kvöldvaka, flugsýning, o.fl.  Sjá nánari upplýsingar með því að smella á myndina hér til hliðar.  […]

Íslandsmóti svifdreka og svifvængja frestað

agpg

Íslandsmót svifdreka og svifvængja var á dagskránni næstu helgi, 20-21 júní.  Veðurspáin er að aðeins verði hægt að fljúga fyrripart laugardags en þá komi rok og rigning.  Mótanefnd (Hans, Árni Gunn, Ágúst) hafa því ákveðið að fresta Íslandsmótinu og fella það við Pottinn 8-9 ágúst, eins og gert var síðasta sumar.  Íslandsmót Svifvængja og Svifdreka […]

NOTAM á Selfoss (BISF)

selfossflugvollur

Seflossmenn ákváðu nýverið, sem reyndar má segja að byggi á upphaflegum hugmyndum um flugvöllinn á Selfossi, að sá í braut 15/33.  Eins og flestir vita er völlurinn malarlagður og því ætti að verða ljúfara fyrir minni vélar að lenda á grasbundinni malarbrautinni í framtíðinni.  Sökum þessa er braut 15/33 lokuð fyrir snertilendingum fram til 1. […]

Hafragrauturinn hitnar

hafragrauturinn_fra_Dr_Kingo

Hafragrauturinn margfrægi nálgast óðum og fyrir þá sem enn eru blautir bak við eyru og undir pung, er hér um að ræða einskonar furðufataflugkeppni fisflugmanna.  Undanfarin ár hafa heppnast með ágætum og engin ástæða til að ætla annars en að stemningin verði ennþá meiri þetta árið, enda margir nýliðar bæst í raðir félagsmanna undanfarin ár.  […]

Flugdagur á Flúðum 13. júní

fludir_kps

Laugardaginn 13. júní ætla flugmennirnir og FKM félagarnir Maggnús Víkingur og Georg Ottósson að standa fyrir flugdegi á Flúðum. Er þetta í þriðja sinn sem þeir félagar standa fyrir slíkri uppákomu.  Öllum flugvélum og auðvitað flugmönnum er boðið að kíkja við, en að vanda er hátíðin glæsileg og skemmtileg fjölskylduskemmtun.